Þjóðfræðiskuggsjá

Myndrænt yfirlit yfir gögn úr Sagnagrunni og Ísmús

Skuggsjáin er verkfæri sem býður upp á öfluga leit í gögnum úr Sagnagrunni og hljóðritasafni Árnastofnunar sem finna má á Ísmús.is.
Kerfið byggir á leitarkerfinu Elastic og Kibana sem notað er til að útbúa myndræna framsetningu á hinum ýmsu gögnum.

Leiðbeiningar fyrir notkun á kerfinu má finna neðar á þessari síðu.

Opna skuggsjána Notandanafn: handrit, lykilorð: flateyjarbok

Leiðbeiningar

Aðgangur 

Tengil á kerfið má finna hér

Notandanafn: handrit 
Lykilorð: flateyjarbok 

Ef síðan kvartar undan því að tengingin sé ekki örugg er það allt í lagi, hægt er að komast fram hjá því með því að smella á „Continue to site“ í Google Chrome. Svipuð leið er í öðrum vöfrum. 

Tölfræði 

Hin ýmsu myndrit sem birtast sýna tölfræði ýmissa upplýsinga sem tengjast leitarniðurstöðunum. Þar er til dæmis yfirlit yfir tengd efnisorð, heimldarfólk, form og heimildir eða söfn sem tengjast leitarniðurstöðunum.

Það sem tekur á móti manni í upphafi er tölfræði upp úr öllum gögnunum. 

Leit 

Efst er leitarreitur þar sem hægt er að skrifa leitarskipanir. Einnig eru þar nokkrar síur að finna sem hægt er að nota til að kafa ofan í gögnin. Loks er hægt að smella á myndritin til að sía eftir þeim.

Í leitarreit (Filter your data using KQL syntax) efst er hægt að skrifa ýmsar skipanir til að ná ákveðnum niðurstöðum. Þar er notast við einfalt mál sem kallast KQL. Hér er hægt að fræðast meira um það.
Í fyrsta lagi er hægt að skrifa frjálsan texta og mun kerfið þá leita eftir sem flestum orðum í textanum í öllum sviðum. Einnig er hægt að setja AND á milli orða og mun kerfið þá leita eftir öllum orðunum. Þarna er hægt að blanda mörgum sviðum saman. 

Dæmi: 

Jón AND Norðmann AND draumar

Þarna mun kerfið leita eftir öllum orðunum og vill svo til að "Draumar" er efnisorð. Þarna munu því væntanlega koma efni tengd Jónum og Sigurðssonum með efnisorðið draumar. Ef við viljum hins vegar fullvissa okkur að finna Jón Sigurðsson getum við sett gæsalappir utan um nafnið:

"Jón Sigurðsson" AND sendbr 

Ef við viljum finna efni þar sem ákveðinn einstaklingur er skráður heimildarmaður og höldum okkur við efnisorð getum við skrifað þetta svona (keyword þýðir að við leitum eftir öllu nafninu). Hér er leitað að Guðríði Hjaltadóttur og efnisorðinu Draumar:  

informants.name.keyword : "Guðríður Hjaltadóttir" AND keywords.name.keyword : Draumar 

Safnmörk

Neðst birtist svo listi yfir þær sagnir eða hljóðrit sem tengjast leitarniðurstöðunum. Þar má einnig finna tengla á viðeigandi gögn á ismus.is.

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum