Handritaskuggsjá

Myndrænt yfirlit yfir handrit

Skuggsjáin er verkfæri sem býður upp á öfluga leit í xml gögnum af Handrit.is. Tólið gefur ekki aðeins leitarniðurstöður heldur birtir það einnig tölfræði yfir ýmis lýsigögn handritanna.
Kerfið byggir á leitarkerfinu Elastic og Kibana sem notað er til að útbúa myndræna framsetningu á hinum ýmsu gögnum.

Leiðbeiningar fyrir notkun á kerfinu má finna neðar á þessari síðu.

Opna skuggsjána Notandanafn: handrit, lykilorð: flateyjarbok

Leiðbeiningar

Aðgangur 

Tengil á kerfið má finna hér

Notandanafn: handrit 
Lykilorð: flateyjarbok 

Ef síðan kvartar undan því að tengingin sé ekki örugg er það allt í lagi, hægt er að komast fram hjá því með því að smella á „Continue to site“ í Google Chrome. Svipuð leið er í öðrum vöfrum. 

Tölfræði 

Hin ýmsu myndrit sem birtast sýna tölfræði ýmissa upplýsinga sem tengjast leitarniðurstöðunum. Þar er til dæmis yfirlit yfir tengd efnisorð, einstaklinga sem minnst er á í sögu handritsins, aðra einstaklinga sem minnst er á, titla efnis, staði og ártöl svo að eitthvað sé nefnt.  

Það sem tekur á móti manni í upphafi er tölfræði upp úr öllum handritum. 

Leit 

Í leitarreit (Filter your data using KQL syntax) efst er hægt að skrifa ýmsar skipanir til að ná ákveðnum niðurstöðum. Þar er notast við einfalt mál sem kallast KQL. Hér er hægt að fræðast meira um það.
Í fyrsta lagi er hægt að skrifa frjálsan texta og mun kerfið þá leita eftir sem flestum orðum í textanum í öllum sviðum. Einnig er hægt að setja AND á milli orða og mun kerfið þá leita eftir öllum orðunum. Þarna er hægt að blanda mörgum sviðum saman. 

Dæmi: 

Jón AND Sigurðsson AND sendbr 

Þarna mun kerfið leita eftir öllum orðunum og vill svo til að sendbr er efnisorð. Þarna munu því væntanlega koma handrit tengd Jónum og Sigurðssonum með efnisorðið sendbr (sendibréf). Ef við viljum hins vegar fullvissa okkur að finna „Jón Sigurðsson“ getum við sett gæsalappir utan um nafnið:

"Jón Sigurðsson" AND sendbr 

Ef við viljum finna handrit þar sem ákveðinn einstaklingur er skráður höfundur og höldum okkur við efnisorð getum við skrifað þetta svona (keyword þýðir að við leitum eftir öllu nafninu). Hér er leitað að Hallgrími Péturssyni sem höfundi og efnisorðinu kvad (kvæði):  

items.author.name.keyword: "Hallgrímur Pétursson" AND kvad 

Efnisorð

Ef við viljum leita nákvæmlega eftir efnisorði notum við items.keywords. Dæmi, leit eftir efnisorðinu rímur: 

items.keywords: rimur 

Tímabil

Til að leita eftir tímabili notum við táknin fyrir meira en og minna en (<>). Dæmi: 

dateFrom > 1200 AND dateFrom < 1350 

Og til að blanda þessu saman við önnur svið getum við sett þetta innan sviga og bætt AND við fyrir aftan. Dæmi: 

(dateFrom > 1200 AND dateFrom < 1350) AND 'Snorri Sturluson'

Safnmörk

Til að leita eftir ákveðnum safnmörkum er hægt að nota stjörnu til að finna safnmörk eftir ákveðnu munstri. Dæmi 

msId.keyword : AM * fol. 

Eða: 

msId.keyword : AM*beta*4to 

Stofnanir

Stofnanir eru nefndar eftir skammstöfun af handrit.is. SAM er Árnastofnun, NULI er Landsbókasafn, AMS er Árnasafn í Kaupmannahöfn o.s.frv. 

Dæmi um leit eftir handritum á Árnastofnun: 

institution: SAM 

Handritsgerð

Til að leita eftir handritsgerð er hægt að nota: 

material : chart  

eða: 

material : perg 

Mynduð handrit

Hægt er að leita eftir mynduðum handritum: 

images : true  

eða handritum sem ekki hafa verið mynduð: 

NOT images : true

Lyklar einstaklinga

Hægt er að nota lykla af handrit.is til að leita eftir einstaklingum. Hér er dæmi um leit þar sem Gísli Konráðsson (GisKon001) er skráður sem höfundur efnis: 

items.author.id : GisKon001 

Og hér er leit þar sem Brynjólfur Sveinsson (BrySve001) er skráður í sögu handrits: 

history.persons.id : BrySve001 

Önnur svið sem tengjast einstaklingum eru skrifarar scribe.id og aðrir einstaklingar sem minnst er á í færslum, til dæmis athugasemdum: items.relPersons.id .

Nöfn einstaklinga

Fyrir öll þessi ofangreindu svið fyrir einstaklinga er einnig hægt að leita eftir nafni og er þá .id breytt í .name. Dæmi:

items.relPersons.name : "Gísli Konráðsson"

Leit eftir lyklum er þó öruggari ef leitað er eftir ákveðnum einstaklingi.

Breytingasaga

Hægt er að leita að xml skrám sem hefur verið breytt á ákveðnu tímabili. Þar er hægt að nota ýmsar útfærslur.

Leit að skrám breytt síðustu tvær vikur:

modified > now-2w

Skrár sem breytt hefur verið síðustu 6 mánuði:

modified > now-6M

Síðustu tvö ár:

modified > now-2y

Allt árið 2023:

modified >= 2023 AND modified < 2024

Öll svið

Til að sjá öll svið sem hægt er að nota í leitinni er hægt að smella á tóman leitarreitinn og þá mun listi yfir þau birtast. Mörg þeira birtast tvisvar með endingunni .keyword og eru þau notuð til að leita eftir heilum textum. items.author.name : Árni mun til dæmis finna alla Árna sem eru skráðir höfundar en items.author.name.keyword : Árni mun ekki skila miklu þar sem aðeins tvö handrit hafa höfund sem er bara nefndur „Árni“. Í því tilfelli þyrfti að nota items.author.name.keyword : "Árni Magnússon" 

Flóknari leit

Í raun er hægt að gera mjög flóknar leitir með því að blanda saman sviðum og nota AND eða OR. Til að leita eftir til dæmis handritum með efnisorðin rímur eða kvæði frá 1700 til 1750 skrifum við þessa skipun: 

(dateFrom > 1700 AND dateFrom < 1750) AND (items.keywords.keyword: rimur OR items.keywords.keyword : kvad) 

Vel er hægt að flækja þetta enn frekar með því að setja inn NOT. Í fyrri leit sjáum við að í tengdum einstaklingum er Guðmundur Bergþórsson (GudBer001) er algengasti höfundurinn. Ef við vildum endurtaka leitina en án Guðmundar myndum við bæta NOT skipun við hana þannig að nú væri hún svona: 

(dateFrom > 1700 AND dateFrom < 1750) AND (items.keywords.keyword: rimur OR items.keywords.keyword : kvad) AND NOT items.author.id : GudBer001

Safnmörk

Neðst birtist svo listi yfir safnmörk handrita sem tengjast leitarniðurstöðunum. Þar má einnig finna tengla á viðeigandi handrit á handrit.is.

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum